
Höfuðtólið parað og tengt við tvö tæki
Þú getur tengt höfuðtólið við tvö tæki ef þú vilt til dæmis geta hringt úr bæði
einkasímanum þínum og vinnusímanum.
Kveiktu á höfuðtólinu, gerðu pörunarstillinguna virka og paraðu höfuðtólið við annað
tækið. Slökktu á höfuðtólinu, gerðu pörunarstillinguna virka og paraðu það við hitt
tækið. Til að tengja höfuðtólið við bæði tækin skaltu síðan slökkva á því og kveikja aftur.
Skipt yfir í eitt tæki
1 Slökktu á höfuðtólinu.
2 Haltu rofanum inni í 5 sekúndur. Græna stöðuljósið byrjar að blikka hratt.
3 Haltu rofanum og takkanum sem hækkar hljóðstyrk inni í 5 sekúndur. Gula
stöðuljósið blikkar einu sinni.
Skipt aftur yfir í tvö tæki
1 Slökktu á höfuðtólinu.
2 Haltu rofanum inni í 5 sekúndur. Græna stöðuljósið byrjar að blikka hratt.
3 Haltu rofanum og takkanum sem hækkar hljóðstyrk inni í 5 sekúndur. Græna
stöðuljósið blikkar einu sinni.