Nokia BH 109 - Höfuðtólið parað og tengt við tvö tæki

background image

Höfuðtólið parað og tengt við tvö tæki

Þú getur tengt höfuðtólið við tvö tæki ef þú vilt til dæmis geta hringt úr bæði

einkasímanum þínum og vinnusímanum.
Kveiktu á höfuðtólinu, gerðu pörunarstillinguna virka og paraðu höfuðtólið við annað

tækið. Slökktu á höfuðtólinu, gerðu pörunarstillinguna virka og paraðu það við hitt

tækið. Til að tengja höfuðtólið við bæði tækin skaltu síðan slökkva á því og kveikja aftur.
Skipt yfir í eitt tæki

1 Slökktu á höfuðtólinu.

2 Haltu rofanum inni í 5 sekúndur. Græna stöðuljósið byrjar að blikka hratt.

3 Haltu rofanum og takkanum sem hækkar hljóðstyrk inni í 5 sekúndur. Gula

stöðuljósið blikkar einu sinni.

Skipt aftur yfir í tvö tæki

1 Slökktu á höfuðtólinu.

2 Haltu rofanum inni í 5 sekúndur. Græna stöðuljósið byrjar að blikka hratt.

3 Haltu rofanum og takkanum sem hækkar hljóðstyrk inni í 5 sekúndur. Græna

stöðuljósið blikkar einu sinni.