Hringt og svarað
Hringt
Hringt er úr farsímanum á venjulegan hátt þegar höfuðtólið er tengt við hann.
Símtali svarað og slitið
Ýttu á hringitakkann.
Símtali hafnað
Ýttu tvisvar á hringitakkann.
Símtal flutt á milli höfuðtólsins og farsímans
Haltu hringitakkanum inni í 2 sekúndur meðan á símtali stendur.
Hægt er að hringja aftur í númerið sem síðast var hringt í eða hringt með raddstýrðu
vali ef farsíminn styður þá möguleika með höfuðtólinu.
Hringt aftur í númerið sem síðast var hringt í
Ýttu tvisvar á hringitakkann þegar ekkert símtal er í gangi.
Raddstýrt val ræst
Þegar ekkert símtal er í gangi skaltu halda svartakkanum inni í 2 sekúndur og fylgja
leiðbeiningunum í notendahandbók tækisins.